Fyrsta æfing Hlaupasamfélagsins vegna undirbúnings fyrir Laugavegshlaupið og önnur hlaup á þessu ári verður í frjálsíþróttahúsinu Kaplakrika sunnudaginn 4. janúar kl. 10. Allir velkomnir á prufuæfingu án skuldbindinga.
Allir sem taka þátt í námskeiðinu fá persónubundna áætlun 4-5 vikur í senn, þar sem áætlunin tekur mið af getustigi og markmiðum. Það eru því allir þátttakendur í einkaþjálfun.
Hægt er að byrja á námskeiðinu á tímabilinu janúar-mars. Þjálfarar eru Sigurður P. Sigmundsson (36 ára þjálfunarreynsla og fyrrum Íslandsmethafi í maraþoni) og Torfi H. Leifsson (17 ára þjálfunarreynsla og umsjónarmaður hlaup.is).
Nánari upplýsingar hér á hlaup.is.
