Úrslit úr síðasta Flandraspretti vetrarins sem fram fór síðastliðinn þriðjudag þann 19. mars á auðum götum í suðvestan hvassviðri eru komin á hlaup.is. Hér fyrir neðan er síðan hægt að sjá lokastöðuna í stigakeppni vetrarins. Úrslitin í karlaflokki réðust ekki fyrr en í síðasta hlaupinu og á endanum deildu tveir bestu hlauparar Borgarfjarðar með sér toppsætinu. Aldursmunurinn á þessum köppum er 32 ár!
Hér fyrir neðan er mynd af aðalsigurvegurum kvöldsins.


