birt 11. mars 2008

Félag 100 km hlaupara á Íslandi mun standa fyrir 100 km keppnishlaupi 7. júni, 2008 (8. júní 2008 til vara).

Hlaupnar verða 10 x 10 km "lykkjur" um Fossvogsdal, Elliðaárdal og yfir í Bryggjuhverfi (sjá kort af leiðinni).

  • Áætlað er að hefja hlaup kl. 7:00 að morgni.
  • Keppendur skulu ljúka hlaupi á innan við 15 klst.
  • Ein megin áningarstöð verður í miðri "hlaupalykkju", þ.e. á 5 km fresti (sjá á kortinu).
  • Bráðabirgðaskráningu með upplýsingum  um nafn, kyn, aldur, heimilsfang og hlaupaferil m.t.t. maraþonhlaupa og ofurmaraþonhlaupa má framkvæma í tölvupósti (til agust@hi.is).
  • Frekari upplýsingar  má fá með tölvupóstsamskiptum (agust@hi.is) eða í síma  8481259 (Á.K.).
  • Nánari upplýsingar um aðstæður, kostnað o.fl. verða opinberaðar síðar.
  • Vefsíða hlaupsins verðun opnuð fljótlega undir vefsíðu "félags 100 km hlaupara á Íslandi".