Öllum Íslendingunum sem tóku þátt í Tour Du Mont-Blanc hlaupinu tókst að klára hlaupið. Hlaup þetta er 163 kílómetra fjallahlaup með samanlagt 8835 m hækkun, í kringum tindinn Mont Blanc.
Börkur Árnason kom í mark kl. 6:15 í sunnudagsmorgun að staðartíma á 35 tímum og 41 mínútu og Höskuldur Kristvinsson kom í mark kl. 15:09 að staðartíma á 44 klst 35 mín.
Hægt er að sjá nánar um úrslit og millitíma á http://live.ultratrailmb.com/coureurentete.php. Sláið inn númetið 2381 fyrir Höskuld og 1928 fyrir Börk).
Þeir Börkur og Höskuldur eru því búnir að vera á hlaupum síðan seinnipart föstudags.
Af rúmlega 2300 þátttakendum hafnaði Börkur í 374. sæti og Höskuldur í 1324 sæti.
Einungis 1437 manns tókst að klára hlaupið innan tilskilinna tímamarka sem eru 48 klst.
Birkir Árnason keppti í hálfri vegalengdinni (86 km) og kom hann í mark snemma á Laugardagsmorgunn á tímanum 18:32. Hann hafnaði í sæti 571 af 1600 þátttakendum.
Sjá einnig heimasíðu Félags 100 km hlauparara.