2640 hlupu í frábærri umgjörð í Miðnæturhlaupinu

birt 24. júní 2016

Keppendur leggja í''ann í hálfu maraþoni.Glæsileg umgjörð var í kringum Miðnæturhlaup Suzuki sem fór fram í gærkvöldi. Skráðir þátttakendur voru í heild 2640 talsins, 1247 í 5 km, 782 í 10 km og 611 í hálfu maraþoni.Aldrei hafa fleiri erlendir gestir tekið þátt í hlaupinu en þeir voru um 900 talsins frá 50 löndum. Flestir erlendu gestanna komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Þýskalandi. ÞátttökumetFramkvæmd hlaupsins gekk vel enda frábært hlaupaveður og aðstæður allar hinar bestu. Þrjú brautarmet voru sett í hlaupinu í kvöld; í hálfmaraþoni karla, 10 km hlaupi kvenna og 5 km hlaupi kvenna.

Fyrstu þrír hlauparar í mark í hverri vegalengd voru eftirfarandi:

Hálfmaraþon karla

  • 1. Benjamin P Zywicki (USA), 01:07:47
  • 2. Kári Steinn Karlsson, 01:09:29
  • 3. Harry Lupton (IRL), 1:13:25

Benjamin sigraði á nýju brautarmeti í hálfmaraþoninu en tími Kára Steins er næst besti tími sem náðst hefur í hlaupinu frá upphafi.

Hálfmaraþon kvenna

  • 1. Sigrún Sigurðardóttir, 01:33:23
  • 2. Helen Keeley (GBR), 01:33:50
  • 3. Bergey Stefánsdóttir, 01:34:54

Tími Sigrúnar er 4.besti tími kvenna í hálfmaraþoni kvenna í Miðnæturhlaupi Suzuki frá upphafi. Sigrún hefur hlaupið þrjú hálfmaraþon í ár og er þetta besti tími hennar til þessa á árinu.

10 km karla

  • 1. Ingvar Hjartarson, 33:57
  • 2. Hugi Harðarson, 34:39
  • 3. Þórólfur Ingi Þórsson, 35:32

Tími Ingvars er fjórði besti tíminn sem náðst hefur í 10 km hlaupinu í Miðnæturhlaupi Suzuki. Ingvar átti sjálfur 4.besta tímann fyrir þetta hlaup 33:58 frá árinu 2012.

10 km kvenna

  • 1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 37:40
  • 2. Andrea Kolbeinsdóttir, 38:55
  • 3. Helga Guðný Elíasdóttir, 39:47

Tími Arndísar er nýtt brautarmet í 10 km hlaupi kvenna en hún átti sjálf gamla metið, 37:44 sem hún setti árið 2012.

5 km karla

  • 1. Aaron Rowe (USA), 15:44
  • 2. Sigurjón Ernir Sturluson, 16:59
  • 3. Maxime Fages-Lartaud (FRA), 17:24

Aaron hljóp á öðrum besta tíma sem náðst hefur í 5 km hlaupinu frá upphafi.

5 km kvenna

  • 1. Guðlaug Edda Hannesdóttir, 18:00
  • 2. Olivia Sidock (CAN), 19:29
  • 3. Hrönn Guðmundsdóttir, 20:02

Guðlaug Edda hljóp 5 km á nýju brautarmeti en gamla metið átti Hrönn Guðmundsdóttir sem var í þriðja sæti í kvöld, 19:27 frá árinu 2014.

Óstaðfest heildarúrslit: http://marathon.is/urslit-midnaeturhlaup/lifandi-urslit