birt 23. ágúst 2007

Þrír Íslendingar eru lagðir af stað til Chamonix í Frakklandi þar sem þeir munu taka þátt í Tour Du Mont-Blanc sem er 163 km fjallahlaup í kringum Mont-Blanc. Hlaupaleiðin liggur um fjöll og firnindi í Ölpunum, gegnum þrjú lönd, Frakkland, Sviss og Ítalíu.

Tímamörk í hlaupinu eru 48 klst. sem þýðir að ef menn eru ekki komnir í mark innan þess tíma þá falla þeir úr keppni. U.þ.b. 2200 manns eru skráðir í hlaupið og samkvæmt reynslu undanfarinna ára má búast við að aðeins rúmur helmingur þátttakenda komist alla leið. Hlaupið byrjar klukkan 4 að íslenskum tíma, föstudaginn 24. ágúst en um morguninn kl. 10 að íslenskum tíma verður startað í hálfan hring (86 kílómetra).

Þeir Höskuldur Kristvinsson og Börkur Árnason ætla að hlaupa allan hringinn en bróðir Barkar, Birkir Árnason mun hlaupa hálfan hring.

Börkur og Höskuldur hafa báðir reynt sig á þessarri hlaupaleið áður. Börkur hljóp hálfan hringinn í fyrra og Höskuldur reyndi við heilan hring árið 2004 en varð þá frá að snúa eftir 117 kílómetra vegna ofþreytu. Höskuldur er í betra formi í dag þrátt fyrir að vera þremur árum eldri eða 57 ára en aldurinn er honum ekki til trafala enda var það jafnaldri hans sem vann hlaupið í fyrra.

Börkur hefur notað SEGER Running BLG (Blisteguard) um nokkurt skeið í sínum lengri hlaupum og líkað afskaplega vel eins og fjöldinn allur af hlaupurum og notar einnig þessa sokka í umræddu fjallahlaupi.

Meðfylgjandi  eru nokkrar linkar til að kíkja á:

Á meðfylgjandi mynd er Börkur til vinstri og Höskuldur til hægri.

Rásnúmer Barkar er: 1928, hans Bikka 5442 og Höskuldur er með 2381. Það á að vera hægt að slá þessi númer inn til að sjá hvar þeir eru staddir (rásnúmer = dossier á frönsku!).