Atlas Göngugreining sem hefur verið með starfsemi sína í íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardalnum opnaði nýlega þjónustumiðstöðina Eins og fætur toga í Bæjarlind í Kópavogi. Með flutningunum er Atlas Göngugreining að stórauka þjónustu sína við viðskiptavini sem margir hverjir eru hlauparar.
Lýður Skarphéðinsson einn eiganda Atlas Göngugreiningar leggur áherslu á að fagmennska sé höfð að leiðarljósi í allri starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar. „Í verslun okkar í Bæjarlind vinnur eingöngu fagfólk í sölu og þjónustu sem aðstoðar við val á skóm eftir fótlagi og niðurstigi. Mörg okkar hafa haldið fjölda fyrirlestra um hlaup auk þess að hafa skrifað greinar og jafnvel bækur um sama efni," ítrekar Lýður
Stórbætt aðstaða og þjónusta
Lýður segir að flutningarnir hafi í för með sér stórbætta aðstöðu og mikla aukningu á þeirri þjónustu sem hægt er að veita hverju sinni. „Við erum að fara úr fjórum starfsmönnum og 80 fermetrum, í hátt í 15 starfsmenn og yfir 300 fermetra. Þar af leiðandi komum við til með að auka þjónustu okkar verulega á allan hátt," bætir Lýður við.
Lýður og eiginkona hans við opnun hinnar glæsilegu þjónustumiðstöðvar. Mikið er í húfi fyrir íþróttafólk og hlaupara þegar kemur að meiðslum sem oft á tíðum má koma í veg fyrir eða meðhöndla með göngu- eða hlaupagreiningu. „Hlaupurum sem nýta sér þjónustu okkar hefur fjölgað mjög og við höfum verið einn stærsti söluaðili á hlaupaskóm og léttum gönguskóm undanfarin ár. Á næstunni komum við til með að nálgast hlaupahópa og íþróttafélög með aukinni þjónustu." Þrennskonar starfsemiÞað má ljóst vera að mikill metnaður hefur verið lagður í hina nýju aðstöðu og aukna þjónustu. Starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar kemur til með að verða einkar fjölbreytt samkvæmt Lýði skiptir þjónustunni í þrennt; „Í fyrsta lagi er þarna kominn saman fjöldinn allur af fagfólki með íþróttatengdan bakgrunn s.s. íþróttafræðingar, íþróttanæringarfræðingur, íþróttasálfræðingar, fótaaðgerðafræðingar, íþróttanuddarar, hjúkrunarfræðingur og fleiri sem hafa það sameiginlega markmið að auka hreyfingu landsmanna og halda uppi faglegri heilsutengdri umfjöllun," segir Lýður en þessi þáttur starfseminnar fór í gang núna í byrjun janúar. Í öðru lagi er boðið upp á fjölbreytta þjónustu er viðkemur fótum t.d. göngu- og hlaupagreiningar, stoðtækjaþjónustu, fótaaðgerðir auk þess sem mikið úrval er að finna af fótavörum, innleggjum og skóbúnaði.
Í þriðja lag er að finna glæsilega sérverslun fyrir hlaupara í þjónustumiðstöðinni. Þar er boðið upp á sérstakan búnað frá finnska tæknifyrirtækinu Footbalance sem mælir út hverskonar skór henta hverjum og einum. Í versluninni er að finna fjölbreytt úrval af vörum fyrir hlaupara, ekki síst þegar kemur að skóm og þar má finna hin ýmsu vörumerki s.s. Asics, Brooks, Ecco og New Balance. Þá er mikið úrval af fatnaði t.d. frá Brooks, Ronhill, Under Armour, CWX, 2XU, Compressport svo eitthvað sé nefnt.
„Starfsfólki Eins og Fætur Toga hlakkar til að þjónusta hlaupara í Bæjarlindinni, vera til staðar ef eitthvað kemur upp á og veita meiri og betri alhliða þjónustu," segir Lýður að lokum. Þjónustumiðstöðin er til húsa að Bæjarlind 6 í Kópavogi. Verslunin Eins og fætur toga er opin alla virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 11-16.