40.000 km kyndilboðhlaup hefst á Íslandi á laugardag

birt 01. júlí 2005

Alþjóðlega Vináttuhlaupið World Harmony Run er nú í fullum gangi víða um heim og mun koma til Íslands á laugardag.

Vináttuhlaupið hófst í New York 16. apríl síðastliðinn, en þetta er alþjóðlegt kyndilboðhlaup og verður kyndillinn borinn á milli 70 landa í öllum heimsálfum til að efla vináttu, skilning og umburðalyndi.

Íslandshluti Vináttuhlaupsins hefst laugardaginn 2. júlí, kl. 10 við Höfða.  Það verður forseti borgarstjórnar, Alfreð Þorsteinsson, sem mun tendra kyndilinn en þaðan verður hlaupið með logann hringinn í kringum landið, alls 1534 km í 15 daga.

Hópur hlaupara frá Sri Chinmoy maraþonliðinu mun fylgja hlaupinu alla leið, en þar á meðal eru hlauparar frá Hollandi, Skotlandi, Tékklandi, Austurríki og Kolumbíu, auk Íslendinga.

Ungmennafélög um land allt munu slást í hópinn með hinu alþjóðlega hlauparaliði, en allir geta tekið þátt og stigið skref í þágu alþjóðlegrar vináttu.

Nánari upplýsingar og dagskrá hlaupsins er að finna á heimasíðu hlaupsins www.worldharmonyrun.org/iceland.

Nánari upplýsingar gefur Þórsteinn Ágústsson í símum 820 4067, 561 5250, iceland@worldharmonyrun.org eða Eymundur Matthíasson í síma 698 2799.