408 Íslendingar hlupu í 14 erlendum maraþonum

birt 05. nóvember 2014

Íslenskir hlauparar hafa í ár sem endranær verið duglegir að hlaupa í stórum maraþonum erlendis. Hlaup.is hefur kappkostað að birta tíma Íslendinga í mörgum af maraþonunum sem okkar fólk er hvað duglegast að taka þátt í.

Nánar tiltekið birti hlaup.is úrslit úr fjórtán erlendum maraþonum á árinu og hljóp fjöldi íslenskra hlaupara á tugum í mörgum þeirra. Áður en lengra er haldið þá er athygli vakin á því að ekki er um tæmandi lista að ræða er kemur að þátttakendalista í hverju hlaupi þó í mörgum tilfellum fari það nærri.

Til gamans þá er birt hér að neðan tafla með fjölda íslenskra þátttakenda í hverju maraþoni fyrir sig. Flestir voru íslensku þátttakendurnir í Amsterdam maraþoninu eða 91, þar á eftr er Munchen maraþonið með 70 íslenska hlaupara og í þriðja sæti er Berlínarmaraþonið. Samtals hlupu 408 íslenskir hlauparar í maraþonunum fjórtán sem hér eru til umfjöllunar.

Tímar Íslendinga í hlaupum erlendis.

MaraþonFjöldi ÍslendingaNew York maraþon26Frankfurt maraþon 16Amsterdam maraþon91Chicago maraþon6Munchen maraþon70Þriggja landa maraþon 28Berlínarmaraþon62Kaupmannahafnarmaraþon46Hamborgar maraþon4Boston maraþon28London maraþon12Rotterdam maraþon4Parísarmaraþonið7New York hálft maraþon8Samtals408