Stefán Guðmundsson, íslenskur hlaupari sem lengi hefur verið búsettur í Danmörku, bætti sinn besta tíma í 10 km hlaupi um síðustu helgi. Ansi athyglisverður árangur í ljósi þess að Stefán er 49 ára en hann hljóp á tímanum 33:25. Stefán sem hafnaði í fimmta sæti í kjöri til langhlaupara ársins 2019 á hlaup.is, hljóp á besta tíma Íslendings í maraþoni í fyrra sé leiðrétt fyrir aldur með sérstakri forgjafartöflu sem samþykkt er af World Masters Athlete og USA Track and Field Long Distance Running Committee. Sjá ársbesta í maraþoni 2019.
Stefán hyggst taka þátt í hálfu maraþoni í Berlín þann 5. apríl og Hamborgar maraþoninu þann 20. apríl og er greinilega til alls líklegur þar.