7 Tinda hlaupið fellt niður vegna slæmrar veðurspár

birt 30. ágúst 2013

7 Tinda hlaupið (allar vegalegndir) hefur verið fellt niður vegna slæmrar veðurspár á laugardaginn.

Búist er við mjög slæmu veðri á laugardaginn, hvössum vindi, úrkomu og mikilli vindkælingu. Þar sem 7 Tinda hlaupið er afar erfitt hlaup um fjalllendi fjarri vegum telja skipuleggjendur ekki forsvaranlegt að halda hlaupið með öryggi hlauparanna í huga. Allir þeir sem hafa skráð sig munu fá skráningargjöldin endurgreidd.

Hlaupið verður haldið að ári á sama tíma.