98. Víðavangshlaup ÍR fór fram Sumardaginn fyrsta

birt 26. apríl 2013

98. Víðavangshlaupi ÍR og Íslandsmeistaramótinu í 5 km götuhlaupi, lauk nú rétt eftir hádegið en 333 hlauparar á öllum aldri, sá elsti 86 ára, luku hlaupinu. Fyrstur í mark og jafnframt Íslandsmeistari karla var Kári Steinn Karlsson Breiðabliki á tímanum 15 mínútur sléttar, annar varð Hlynur Andrésson ÍR á 15:38 mín, Ingvar Hjartarson Fjölni varð 3. aðeins 1 sekúndu á eftir Hlyni á 15:39 mín og Sæmundur Ólafsson ÍR varð 4. á 16:34 mín. Aníta Hinriksdóttir ÍR varð langfyrst kvenna í mark og jafnframt Íslandsmeistari kvenna á 17:19 mín, Íris Anna Skúladóttir Fjölni varð 2. á 19:17 mín, Helga Guðný Elíasdóttir varð 3. á 19:49 mín og Eva S. Einarsdóttir ÍR varð 4. á 20.05 mín. Hlaupið var fyrsta hlaup sumarsins í Powerade hlauparöðinni sem líkur með Reykjavíkurmaraþoni.

Engin brautarmet voru slegin í dag enda aðstæður erfiðar, kalt og mjög hvassa auk þess sem nokkur snjórkorn létu sjá sig.

ÍR þakkar öllum þátttakendum og starfsmönnum fyrir daginn og þakkar fyrirtækjum og einstaklingum fyrir þau verðlaun sem veitt voru þátttakendum hlaupsins.

Hægt er að finna úrslitin og myndir hér á hlaup.is.