Aðalfundur þríþrautafólks fyrir 2010 verður föstudaginn 22. október í sal Ásvallalaugar og hefst með léttum snæðingi klukkan 19.30. Eftir það taka við formleg aðalfundarstörf kl. 20.15. Ekki er skylda að mæta í matinn og verður birtur listi yfir þá sem vilja skrá sig í hann á triathlon.is. Fylgist með nánari upplýsingum þar.
Dagskrá.
- Skýrsla formanns og ritara
- Þríþrautarnefnd ÍSÍ kynnt.
- Kynning á mótaskrá 2011 og afgreiðsla
- Kynning á keppnisreglum þríþrautarnefndar
- Önnur mál, t.d. fyrirhuguð Kölnarferð 2011 og annað sem fundargestir vilja ræða.
Drög að mótaskrá og drög að reglum verða send út sem víðast fyrir fundinn svo fólk geti undirbúið sig.
Undirritaður svarar fyrirspurnum og ábendingum vegna þessa.
Gísli Ásgeirsson