birt 13. september 2008

Í vikunni á undan Reykjavíkurmaraþoni var aðsóknarmet slegið á hlaup.is. Þá heimsóttu á einni viku 5.118 hlauparar vefinn í 10.863 innlitum. Allt eru þetta einkvæmar tölur, það er hver hlaupari bara talinn einu sinni í vikunni. Flettingar á hlaup.is þessa vikuna voru 64.355.

Í vikunni eftir Reykjavíkurmaraþon var metið síðan aftur slegið og heldur hressilega. Þá heimsóttu 6.140 hlauparar vefinn í samtals 13.075 innlitum. Flettingarnar slógu síðan öll met en flettingar þessa vikuna voru 744.262 sem skilaði hlaup.is í 15. sæti á lista Virkrar vefmælingar þegar raðað er eftir flettingum. Þar er hlaup.is rétt á eftir þekktum vefjum eins og leit.is, ruv.is og dv.is.

Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda er auðvitað úrslit og myndir frá Reykjavíkurmaraþoni, en mikill áhugi var fyrir að skoða myndirnar og hefur fjöldi fólks keypt myndir af hlaup.is.