Tilkynning frá Öldungaráði Frjálsíþróttasambandsins.
Öldungaráð FRÍ hefur gert samkomulag við FÍRR um æfingatíma í Laugardalshöll.
Æfingatímarnir eru á miðvikudögum og föstudögum frá kl. 18:30 22:00.
Allir sem eru 35 ára og eldri, skokkarar, skokkhópar, núverandi eða fyrrverandi iðkendur í frjálsum íþróttum geta nýtt sér þessa aðstöðu. Nú er kjörið tækifæri til þess að koma sér í form og æfa við bestu aðstæður sem gerast. Um er að ræða aðgang að hlaupabrautum 200 m. hringur, kastaðstöðu og kastáhöldum, langstökksaðstöðu, hástökksaðstöðu og stangarstökksaðstöðu.
Mjög góð lyftingaraðstaða er kominn í Höllina og á eftir að batna enn frekar. Aðgangur að lyftingaraðstöðu er einnig innifalin í samkomulaginu.
Lágmarks gjald er tekið fyrir aðstöðu en ef menn vilja æfa undir tilsjón þjálfara er mögulegt að semja um það. Samkomulagið tekur gildi 16. desember 2005. Allar frekari upplýsingar veitir Arnþór Sigurðsson addisig@simnet.is
Öldungaráð FRÍ.