Ágúst Kvaran fer yfir árið: Sex nýir teknir inn í Félag 100 km hlaupara

birt 10. nóvember 2016

Félag 100 km hlaupara á Íslandi er rótgróinn og skemmtilegur félagsskapur hlaupara sem eins og nafnið ber með sér, hafa tekið þátt í hlaupi sem er 100 km eða meira. Í hlaupaheiminum njóta svokölluð ofurhlaup vaxandi vinsælda og því  fjölgar jafnt og þétt í þessu skemmtilega félagi.


Nýju félagsmennirnir ásamt stofnfélögum í hinu virðulega félagi.

Nýjum félögum fagnað við athöfn
Reglega eru teknir inn nýjir félagar sem hafa fullnægt augljósum skilyrðum. Eins og segir á heimasíðu félagsins; "Hlauparar sem hafa öðlast rétt til inntöku í "Félag 100 km hlaupara á Íslandi" eru teknir í félagatölu við athöfn á félagsfundi og að undangenginni viljayfirlýsingu um inntöku."

Á félagsfundi í gær, þriðjudaginn 8. nóvember fengu sex hlauparar inngöngu:
Birkir Árnason: félagsmaður nr. 63
Birkir Már Kristinsson: félagsmaður nr. 65
Björn Rúnar Lúðvíksson: félagsmaður nr.  66
Þorsteinn Tryggvi Másson: félagsmaður nr.  67
Viggó Ingason: félagsmaður nr.  68
Þóra Björg Magnúsdóttir: félagsmaður nr. 69

Þá hafa þrír til viðbótar öðlast rétt til inntöku en hafa væntanlega ekki látið sjá sig á félagafundi til að fá „fullgildingu." Nöfn þeirra og upplýsingar um afrek má finna á heimasíðu félagsins.

Ótrúleg afrek á gjöfulu ári
Ágúst Kvaran einn stofnfélaga tók saman afrek ársins. Þar er að finna hreint ótrúleg afrek bæði nýrra og eldri félagsmanna.

Janúar
23.1.2016 tóku Börkur Árnason (félagsmaður nr. 15), Sigurður Kiernan (32), Elísabet Margeirsdóttir (47) og Birkir Már Kristinsson(65)  þátt í 100 km fjallahlaupinu "The Hong Kong 100 Ultra Trail". Elísabet kláraði á tímanum, 13:41:40 (5. sæti kvenna; 64. sæti í heild )
Sigurður á tímanum 14:27:29 (100. sæti karla; 111. sæti í heild)
Börkur á tímanum 15:38:55 (160. sæti karla; 170. sæti í heild)
Birkir á tímanum 15:41:15 (170. sæti karla; 185. sæti í heild)

Apríl
Höskuldur Kristvinsson (félagsmaður nr. 7, 66 ára) hljóp 505 km í sex daga hlaupi sem haldið var í New York og hófst 23. apríl, 2016 kl. 12:00.
Höskuldur hafnaði  í 11. sæti karla (af 15) og í 14. sæti í heild (af 29).

Júní
A)Laugardaginn 18.6.2016 lauk Björn Rúnar Lúðvíksson (66), Zugspitz Ultratrail, 101.6 km (5412 m heildarhækkun) fjallahlaupinu sem fram fór í Þýskalandi og Austurríki.
Björn lauk hlaupinu á tímanum 20:11:07 og hafnaði í 174. sæti af heild og 16. sæti í sínum aldursflokki (Senior master Men; 70 kláruðu).

B) Sjö íslendingar og félagsmenn tóku þátt í "THE NORTH FACE® LAVAREDO ULTRA TRAIL 2016", 119 km/ 5850 m+ fjallahlaupið í Dolomitafjöllunum á Ítalíu 24. júní síðastliðinn. Úrslit voru sem hér segir:
Elisabet Margeirsdottir (47) 18:40:45, 143. sæti, 18. sæti í flokki
Birgir Sævarsson (57) 19:43:02 199. sæti, 178. sæti í flokki
Sigurður Hrafn Kiernan (32) 19:43:02, 200. sæti; 179 sæti í flokki
Börkur Árnason (15), 24:43:02, 617. sæti, 551. sæti í flokki
Gunnar Júlísson (62), 26:02:32, 685. sæti;  613. sæti í flokki
Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé(61), 26:53:11, 766. sæti, 88. sæti í flokki
Sigridur Sigurdardottir (49); DNF

Ágúst
A) Ágúst Kvaran(1) tók þátt í UT4MXtrem, fjallahlaupi yfir fjögur fjöll (Vercor, Oisans, Belladonna og Chartreue) sem umlykja frönsku borgina Grenoble dagana 19. - 21. ágúst 2016:
Vegalengd = ca. 170 (169.4 km); hækkun = 11810 m; timi:  41:24:48,101. sæti í heild af 547 sem voru skráðir (sæti 82 að teknu tilliti til refsistiga hlaupara) / 484 hófu hlaupið, 3. sæti í aldursflokki V3 (60 - 70 ára) af 10 sem hófu hlaupið. 283 luku hlaupinu og því nálægt 50% afföll

B) Fimm íslendingar tóku þátt í "Mt Blanc hlaupum", þetta árið á tímabilinu 24. - 28. ágúst 2016:
Þorsteinn Tryggvi Másson(67) TDS (119 km; 7250m hækkun); 31:16:48; 793. sæti,95 sæti í flokki Þorbergur Ingi Jónsson(?); CCC(101km; 6100m hækkun); 13:03:44; 9. sæti; 7. sæti í flokki
Birgir Saevarsson (57) UTMB(170km, 10000m hækkun); 35:28:00; 228. sæti; 81. sæti í flokki
Sigurður Hrafn Kiernan (32) UTMB; DNF Gunnar Júlísson (62); UTMB; DNF

September
a) Helga Þóra Jónasdóttir, félagsmaður nr. 34 tók þátt í Ultra Tour Monte Rosa (UTMR) á Ítalíu, 2. september, 2016.
Vegalengd: 116 km; 8300 metra samanlögð hækkun; tími: 31:44:57 69. sæti af 73 sem kláruðu. 124 lögðu af stað. 11 konan af 12 sem kláruðu - 22 lögðu af stað. 4. sæti í aldursflokki - af fjórum sem kláruðu í aldursflokki

B) Tveir íslendingar, Elísabet Margeirsdóttir ( 47) og Stefán Bragi Bjarnason (53) tóku þátt í Tor des Geants (TDG) 2016 í Ítölsku ölpunum, 330 km, 24000 m samanlögð hækkun, dagana  11. - 17. september, 2016. Hlaupið hófst kl. 10:00 að staðartíma 11.september.
Elísabet lauk hlaupinu kl. 3:06, 16.9.2016 (tími: 113:06:26) . Hún hafnaði í 65. sæti í heild og í 8. sæti kvenna. 823 hlauparar (723 karlar og 100 konur) hófu hlaupið. 446 hlauparar kláruðu, þar af  46 konur. 
Stefán Bragi hætti hlaupi vegna meiðsla þegar hann hafði lokið nærri 290 km.

C) Þórir Sigurhansson , félagsmaður nr. 43, tók þátt í Glenmore 24, 24 klst utanvegahlaupi nálægt Aviemore í Norður-Skotlandi á 4 mílna (6.4 km) hring í skóglendi þann 3. September, 2016. Vegalengd: 85+ mílur (137 km); óstaðfest 2000+ metra samanlögð hækkun. tími: 24 klst

Október
A) Tveir Íslendingar, Guðmundur Smári Ólafsson (félagsmaður nr. 60) og Viggó Ingason(68)  tóku þátt í ofurhlaupum í frönsku Pýreneafjöllunum, 7. - 8. október, 2016 . Viggó tók þátt í 112 km hlaupi (5500+ heildarhækkun; hófst 7.10. kl. 17:00) og Guðmundur tók þátt í 100+ mílna hlaupi (165 km; 8000+m heildarhækkun; hófst 7.10. kl. 10:00).
Viggó hafnaði í 91. sæti á tímanum 26:25:22. 160 hlauparar hófu hlaupið. 119 kláruðu. 
Guðmundur hafnaði í 84. sæti á tímanum 38:51:35. 211 hlauparar hófu hlaupið. 155 kláruðu. Þess má geta að Guðmundur varð fimmtugur daginn sem hlaupið hófst.

B) Sigurður Þórarinsson , félagsmaður nr. 55 og Þóra Magnúsdóttir(69) tóku þátt í og kláruðu 100 km hlaupið Bigfoot 100, Cascade Mountains í Washington fylki, USA föstudaginn, 7. október, 2016 og höfnuðu í 14-15 sætum á tímanum 18:57:10. 80 hlauparar  kláruðu hlaupið (32 kláruðu ekki)

Samtals eru gildir meðlimir í Félagi 100 km hlaupara á Íslandi orðnir 66.
Á heimasíðu Félags 100 km hlaupara kennir ýmissa grasa, t.d. má þar finna félagatal, yfirlit yfir afrek og ýmislegt fleira.