Ágúst Kvaran klárar RODOPI 100 mílna hlaup í Grikklandi.

birt 21. október 2013

Ágúst Kvaran kláraði RODOPI, 100 mílna (164 km) fjalla- og torfæruhlaup í Norður-Grikklandi upp undir landamæri Búlgaríu á laugardaginn. Ágúst segir að þetta hafi verið erfitt en skemmtilegt hlaup að stórum hluta torfærir stígar í óbyggð. Leiðn var mjög brött með um 8.000m heildarhækkun.

Ágúst kláraði fyrir tímamörkin sem eru 42 klst og var tími hans ca. 38:30. Á leiðinni voru 6 áningarstöðvar en hlauparar hlupu einnig með drykki og orku. Ágúst segir að þetta hafi verið mikið ævintýri og hlaupið hafi verið ratleikur að hluta.

Nánari upplýsingar á eftirfarandi slóðum:

http://www.rout.gr/intro.php?newlang=english
https://www.facebook.com/rout100miles
http://www.youtube.com/watch?v=g5iFFkM1bQw