Ágúst Kvaran lauk ROUT 2014, 100 mílna (164 km) fjallahlaupi með 8000 m heildarhækkun í óbyggðum Grikklands á slóðum bjarna og úlfa (!) á tímanum 34:07:11 og varð hann í 33. sæti af 120 skráðum þar sem 115 byrjuðu og 86 kláruðu. Ágúst sem er 62 ára og hefur tekið þátt í fjöldanum öllum af maraþonum og löngum utanvega- og ævintýrahlaupum, náði öðru sæti í aldursflokknum 50 ára og eldri.
Tíminn í ár er bæting um tæpa 4:30 klst frá hlaupinu í fyrra, en þá tók Ágúst einnig þátt. Ágúst segist vera hæstánægður með hlaupið en það hafi verið mjög erfitt, bæði þar sem hiti var mikill seinni daginn og undirlagið hafi verið hrikalega gróft og bratt.
Ágúst í miðjunni með Stratos (RALLIS Efstratios) sem hafnaði í 3. sæti og Ólöfu Kvaran.Ágúst með sigurvegaranum frá 2013 og brautarmethafa PETROPOULOS Nikolaos (23:49:11)