Sigurvegarinn Mohammad Ahansal var tilbúinn að vaða eld og brennistein fyrir sigur.Mohammad Ahansal frá Marokkó bar sigur úr býtum í Fire and Ice Ultra, 250 km utanvegahlaupi sem haldið var 10-16 águst. Mohammad þessi hefur getið sér gott orð í hinum alþjóðleg hlaupaheimi og m.a. fimm sinum unnið Marathon de Sables sem þykir eitt erfiðasta hlaup heims.Eins og hlaup.is hefur áður fjallað um komu keppendur frá hinum ýmsu heimshornum og voru aðstæður í Vatnajökulsþjóðgarði mörgum þeirra ansi framandi. Þess má geta að hlaupið var um svæði á hálendinu þar sem umferð er nú takmörkuð vegna vegna jarðhræringanna í og við Bárðarbungu.Að sögn skipuleggjenda hlaupsins voru flestir keppendanna himinlifandi með hlaupið þó margir hafi verið ansi þrekaðir eftir vikuna. Það þarf ekki að koma á óvart enda voru dagleiðirnar á milli 25-72 km, margar hverjar með töluverðum hækkunum og erfiðu undirlagi. Þá þurftu keppendur að bera allan útbúnað sjálfir fyrir vatn. Hver keppandi var því með bakpoka sem var ca. 6-10 kg.
Íslensku keppendurnir létu ekki sitt eftir liggja og hafnaði Einar Eyland í fjórða sæti og þá kom Arnfríður Kjartansdóttir fyrst kvenna í mark.Til marks um ánægju keppenda með hlaupið hafa margir þeirra þegar skráð sig í Fire and Ice Ultra 2015, þar á meðal sigurvegarinn Mohammad AhansalArnfríður Kjartansdóttir kom fyrst kvenna í mark í Fire and Ice Ultra.
Þess má geta að myndirnar sem fylgja með fréttinni eru teknar af Birni Gunnlaugssyni og birtar með leyfi skipuleggjenda hlaupsins. Fleiri myndir frábærar myndir má nálgast á fésbókarsíðu Fire and Ice Ultra.