Áheitasöfnun eykst um 61% í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

birt 13. júlí 2017

Nú þegar hafa safnast um 17 milljónir króna eða 61% hærri upphæð en á sama tíma í fyrra í áheitasöfnun  Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Hlauparar söfnuðu 97,2 milljónum til góðgerðamála í fyrra sem var nýtt met en miðað við gang mála núna er ekki ólíklegt að það met verði slegið í ágúst.Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í 34. sinn laugardaginn 19.ágúst n.k. Rúmlega 8600 manns eru þegar skráðir til þátttöku í hlaupið og safnar stór hluti þeirra áheitum til góðra málefna á vefnum hlaupastyrkur.is. Áheitasöfnunin lýkur á miðnætti mánudaginn 21.ágúst.

Á hlaupastyrkur.is geta skráðir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 safnað áheitum fyrir um 150 mismunandi góðgerðafélög. Málefnin eru fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað sem stendur hjarta þeirra næst. Hér má finna lista yfir öll góðgerðafélögin sem hafa skráð sig til þátttöku í ár:  https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog