Akureyringur í öðru sæti í utanvegahlaupi í Katalóníu

birt 23. október 2015

Anna Berglind hnykklar vöðvana.Tveir Akureyringar, Anna Berglind Pálmadóttir og Helgi Rúnar Pálsson, náðu einkar athyglisverðum árangri í UTSM utanvegahlaupinu fram fór í Katalóníu um síðastliðna helgi. Hlupu þau rúmlega 49 km leið í fjalllendi með 2.100m hækkun.Anna Berglind kom níunda í mark af 91 keppanda og hafnaði í öðru sæti í kvennaflokki en hún kom í mark á 05:54:10. Helgi hafnaði í 15 sæti á tímanum 06:04:29.Sannarlega flottur árangur hjá Akureyringunum tveimur, þau búa sennilega að þátttöku Víðavangshlaupaseríu 66°N og UFA. Í það minnsta ættu þau að koma sterk til leiks í komandi hlaupum en þess má geta að þriðja hlaupið í seríunni fer fram á laugardag.Hlaup.is tekur öllum ábendingum um íslenska hlaupara erlendis fagnandi og minnir á netfangið torfi@hlaup.is


Anna Berglind og Helgi Rúnar