birt 24. júní 2015

Aldrei hafa fleiri tekið þátt í Miðnæturhlaupi Suzuki sem fram fór Laugardalnum í gærkvöldi. Hvorki fleiri né færri en 2.720  hlauparar voru skráðir til leiks, 1386 í 5 km, 809 í 10 km og 525 í hálft maraþon.

Erlendir gestir í hlaupinu hafa aldrei verið fleiri en þeir voru um 630 frá 48 löndum. Flestir erlendu gestanna voru frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Þýskalandi.

Allt var eins og best var á kosið í Laugardalnum í gærkvöld, frábært hlaupaveður og aðstæður allar hinar bestu. Brautarmet voru sett í bæði hálfu maraþoni kvenna og 10 km hlaupi karla. Heildar úrslit má finna á vel hlaupsins.

Fyrstu þrír hlauparar í mark í hverri vegalengd voru eftirfarandi:

Hálfmaraþon karla
1.       Kári Steinn Karlsson, 01:12:48
2.       Sigurjón Ernir Sturluson, 01:21:14
3.       Antoine Rogez (FRA), 1:22:27

Tími Kára Steins er þriðji besti tími í hálfu maraþoni karla í sögu hlaupsins en besta tímann á Zach Miller frá Bandaríkjunum (1:10:55).

Hálfmaraþon kvenna
1.       Katie Jones (GBR), 01:27:58
2.       Birna Varðardóttir, 01:30:55
3.       Anine Nordström (NOR), 01:31:32

Tími Katie er nýtt brautarmet í hálfu maraþoni kvenna en gamla metið setti Silja Stefánsdóttir árið 2013 (1:33:58).

10 km karla
1.       Arnar Pétursson, 32:26
2.       Oliver Williams (GBR), 34:30
3.       Matthew Sharp (GBR), 35:07

Tími Arnars er nýtt met á þessari 10 km hlaupaleið sem var tekin í notkun árið 2012 en gamla metið setti Björn Margeirsson árið 2012 (33:00)

10 km kvenna
1.       Andrea Kolbeinsdóttir, 38:22
2.       Anna Berglind Pálmadóttir, 38:27
3.       Íris Dóra Snorradóttir, 40:51

Tími Andreu er 3.besti tími kvenna í 10 km brautinni sem tekin var í notkun 2012 en bestan tíma á Arndís Ýr Hafþórsdóttir frá árinu 2012 (37:44)

5 km karla
1.       Sæmundur Ólafsson, 15:51
2.       Þórólfur Ingi Þórsson, 16:25
3.       Valur Þór Kristjánsson, 16:37

Tími Sæmundar er nálægt hans besta tíma í Miðnæturhlaupi en hann á best 15:40 frá 2013.

5 km kvenna
1.       Tinna Lárusdóttir, 19:37
2.       Gígja Gunnlaugsdóttir, 19:46
3.       Tinna Rut Guðmundsdóttir, 20:03

Tími Tinnu er rúmlega mínútu bæting á tímanum hennar frá því í fyrra þegar hún var í 3.sæti.