America to Europe Ultra niðurstöður

uppfært 25. ágúst 2020

Gunnar Viðar Gunnarsson ofurhlaupari fyrstur að klára 100 mílna hlaup á Íslandi í America to Europe Ultra. Hlaupið hófst föstudagsmorgun 3.júlí kl 8.00 og kláraði Gunnar Viðar hlaupið á laugardagsmorgni, 162,52KM og 26:37:28 tímum síðar. Brosandi kom hann í mark eftir að hafa farið alla leið án teljandi hvíldar né svefns! Aldrei kom upp í huga hans að gefast upp, en afrek þetta má sannarlega setja í sögubækur hlaupara á Íslandi, enda kosinn Vestlendingur vikunnar eftir afrekið.

Þátttaka var eins og óskandi var fyrir umsjónaraðila sem nýttu fyrsta viðburðinn til að prófa allar hlaupaleiðirnar og samtímis læra af. Að ári verður viðburðurinn svipaður með ýmsum breytingum til bóta og skemmtunar.

Fyrstu hlaupararar voru:

  • 100 Mílur:  Gunnar Viðar Gunnarsson
  • 100 Km:    Björn Ómarsson
  • 50 Km:      Friðrik Benediktsson
  • 30 Km:      Rúnar Dór Daníelsson
  • 10 Km:      Hólmsteinn Þór Valdimarsson
  • 10 Km kv.: Guðbjörg Jónsdóttir

3N fer með umsjón viðburðarins America to Europe Ultra sem til stendur að vera með árlega á þessum tíma árs.