Akureyringurinn, Anna Berglind Pálmadóttir hljóp frábært maraþon í Lissabon í morgun þegar hún þaut í gegnum stræti borgarinnar á 3.04:13. Um er að ræða besta tíma íslenskrar konu í maraþonhlaupi í ár. Fyrir átti Anna besta tíma ársins, 3:11:14 síðan í Reykjavíkurmaraþoninu. Mikil bæting hjá Önnu Berglindi og jafnframt hennar besti tími í maraþoni.
Fellibylurinn Leslie reið yfir Portúgal á laugardaginn en hafði þó lítil áhrif á hlaupið í dag.
Fjöldi Íslendinga tók þátt í maraþoninu í Lissabon en tímar þeirra munu birtast á hlaup.is innan skamms.
Heimild: mbl.is.