Anna Berglind með bætingu í hálfu í Haag

uppfært 25. ágúst 2020

Anna Berglind Pálmadóttir hljóp sitt  besta hálfmaraþon til þessa í Haag í Hollandi í gær. Hún hljóp á tímanum 1.22.44 í sterkum vindi en Anna Berglind átti áður best 1.24.46 í Vormaraþoninu 2019. Ansi góð bæting það. Þess má geta að Íslandsmet kvenna í hálfu maraþoni er í Mörthu Ernstdóttir, metið er 1.11.40 og hefur staðið frá 1996.

Hlaup.is sagði frá því í gær að Arnar Pétursson hljóp einnig á sínum besta tíma í Haag, 1.06.08. Þá tók eiginmaður Önnu Berglindar, Helgi Rúnar einnig þátt í hlaupinu. Hann hljóp á flottum tíma, 1.26.27 þrátt fyrir að meiðsli hefðu sett strik í reikninginn.

Anna Berglind Bæting Í Hálfu 9.3.20
Anna Berglind er frábær götuhlaupari rétt eins og utanvegahlaupari.