Hver man ekki eftir umfjöllun hlaup.is um dönsku húsmóðurina sem hljóp maraþon á dag í heilt ár? Annette Fredskvov sem er á fimmtugsaldri vakti mikla athygli í Danmörku og víðar en fjölmiðlar um allan heim fjölluðu um afrekið á sínum tíma. Þeir sem ekki lásu umfjöllun hlaup.is sem birtist á síðasta ári eru hvattir til að gera það en hana má nálgast hér. En hvað hefur drifið á dag Annette undanfarið ár, hefur hún náð að halda dampi?
Annette hefur frá maraþonárinu orðið vinsæll fyrirlesari í Danmörku en í þeim fjallar hún m.a. um hugarfar, jákvæðni og hlaupin svo eitthvað sé nefnt.
82 maraþon til viðbótar á einu og hálfu ári
Í ljósi umfjöllunar hlaup.is um afrekið á sínum tíma er ekki úr vegi að taka stöðuna á Annette eftir árið 2014, enda margir móttækilegir fyrir innblæstri í byrjun nýs árs. Við lesturinn er rétt að minna á að Annette þjáistaf MS sjúkdómum sem hún hefur einmitt talað um að hafi jákvæð áhrif á sjúkdóminn.
Á síðasta degi maraþonárs Annette í júlí 2013 hljóp hún sitt 458. og 459. maraþonhlaup. Á því eina og hálfa ári sem liðið er hefur Annette hlaupið 82 maraþon og heildarfjöldinn því kominn í 541 maraþon.
Gefur veðurguðunum langt nef með jákvæðni og þakklæti að vopni
Á heimasíðu Annette þar sem hún fjallar um hlaup og allt milli himins og jarðar gefur að líta nýlega færslu sem er til marks um jákvæðni og þrautseigju Danans knáa. Þar segir Annette frá nýjasta maraþoninu sínu sem hún hljóp í leifunum af storminum Egon sem stöðvaði m.a. allar samgöngur í Danmörku um fyrir skömmu. Enda er jákvæðni og þakklæti ávallt viðkvæðið hjá Annette: "Já það blés töluvert, en það rigndi ekki, við sáum aðeins til himins og sólin glennti sig örlítið," sagði þessi ofurjákvæði hlaupari eftir maraþonið.