Arnar, Andrea og Elín Edda á leið á HM í hálfmaraþoni

birt 25. mars 2018

Það er sjaldan lognmolla í kringum Arnar á hlaupabrautinni.Andrea Kol­beins­dótt­ir, Elín Edda Sig­urðardótt­ir og Arn­ar Pét­urs­son verða á meðal keppenda á heimsmeistaramótini í hálfmaraþoni sem fram fer á laugardaginn í Valencia á Spáni. Hlaupararnir þrír keppa allir undir merkjum ÍR.Arn­ar er í feyknaformi um þessar mundir en hann bætti sig um tæpa mínútu í 10 km hlaupi fyrir skömmu. Þetta er í þriðja skipti sem Arnar tekur þátt í heimsmeistaramót­inu. Arnar hljóp í Car­diff fyr­ir tveim­ur árum, þar sem hann varð í 67. sæti á sín­um besta tíma eða 1:08,02 klukku­stund, og í Kaup­manna­höfn árið 2014. Heimsmeistaramótið er liður í undirbúningi Arnars fyrir Hamborgarmaraþonið sem fer fram í lok apríl.Andrea og Elín Edda eru að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hin 19 ára Andrea hefur undanfarin ár verið að þróast úr einum alefnilegasta hlaupara landsins í einn þann besta.

Andrea hljóp gríðarlega vel í hálfu maraþoni í haustmaraþoninu þar sem hún kom í mark á tímanum 1:22:34 klst. og bætti sinn fyrri árangur um rúmar 10 mínútur. Elín Edda sem á tiltölulega stuttan hlaupaferil að baki sigraði í hálfu maraþoni Reykjavíkurmaraþoninu síðasta sumar.

Hlaupið verður að kvöldi til í Valencia á laugardaginn, konurnar fara af  stað 17.05 að spænskum tíma en karlarnir hálftíma síðar. 300 hlauparar frá 87 löndum taka þátt.

Einnig munu fleiri íslenskir hlauparar keppa í hálfu maraþoni í Valencia um helgina, en þeir munu taka þátt í almenningshlaupi sem fer fram samhliða heimsmeistaramótinu. Íslensku keppendurnir eru þeir Vilhjálmur Þór Svansson ÍR, Vignir Már Lýðsson ÍR og Þórólfur Ingi Þórsson ÍR.

Hlaup.is mun að sjálfsögðu vera á vaktinni og færa lesendum tíðindi fljótlega eftir hlaup.

Fréttin hefur verið uppfærð.