Arnar Pétursson var rétt í þessu að bæta sig í hálfmaraþoni sem fram fór í Duisburg (á sunnudagsmorgun). Hann kom í mark á tímanum 1:06:23. Hann bætti þar með árangur sinn frá því um síðustu helgi í Póllandi þar sem hann hljóp á 1:07:13 við erfiðar aðstæður.
Þess ber að geta að Arnar er í þungu æfingaprógrammi þessa dagana fyrir maraþon sem hann hyggst hlaupa í Rotterdam þann 7. apríl, bætingin er ekki síst athyglisverð í þessu ljósi. Með þessu afreki kemst Arnar upp fyrir Sigurð Pétur Sigmundsson sem átti Íslandsmetið í hálfmaraþoni í rúm 25 ár (1:07:09), frá 1985 áður en Kári Steinn Karlsson sló það árið 2011.
Stöðugar framfarir en 90 sekúndur í metið
Arnari vantar ennþá töluvert upp á til að narta í núverandi Íslandsmeti Kára Steins sem er 1:04:55 frá 2015. Framfarir Arnars eru þó hraðar og því aldrei að vita nema hann eða aðrir ungir og efnilegir hlauparar eins og t.d. Hlynur Andrésson muni kroppa í met Kára Steins fyrr en síðar.
Eldri fréttir:
Arnar bætti sig í hálfmaraþoni Póllandi.