Arnar og Andrea fyrst í Gamlárshlaupi ÍR

uppfært 25. ágúst 2020

Mikið var um dýrðir í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar Gamlárshlaup ÍR fór fram venju samkvæmt. Arn­ar Pét­urs­son og Andrea Kol­beins­dótt­ir komu fyrst í mark í hlaupinu sem haldið var í 44. sinn í dag. Arn­ar hljóp kíló­metr­ana tíu á 31 mín­útu og 19 sek­únd­um, en Andrea á 36 mín­út­um og 30 sek­únd­um.

Metþátt­taka var í hlaup­inu, og voru 2.074 skráðir til leiks, þar af 1.665 í tíu kíló­metra hlaupið. Aðstæður voru með miklum ágætum, úði og örlítill blástur.

Hér að neðan má sjá þrjá efstu í karla- og kvennaflokki.

Karlar:
1. Arnar Pétursson. 31:19.
2. Ingvar Hjartarson. 34:44.
3. Hlynur Guðmundsson. 34:57.

Konur:
1. Andrea Kolbeinsdóttir. 36:29
2. Elín Edda Sigurðardóttir. 37:37
3. Arndís Ýr Hafþórsdóttir. 37:53

Andrea Kolbeins Gamlárshlaup
Andra Kolbeinsdóttir lét sig ekki muna um að veifa ljósmyndara hlaup.is.
Arnar Péturs Gamlárshlaup 2019
Arnar Pétursson sigraði með yfirburðum í dag.