Arnar Pétursson og Elísabet Margeirsdóttir eru langhlauparar ársins 2018 mati hlaupara og lesenda hlaup.is. Verðlaunin voru afhent í tíunda skipti í dag, laugardaginn, 16. febrúar. Í öðru sæti höfnuðu Þorbergur Ingi Jónsson og Rannveig Oddsdóttir. Í þriðja sæti lentu Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir.
Hlaup.is þakkar stuðningsaðilum sem gáfu verðlaun, Íslandsbanka, SÍBS hlaupaverslun, Sportvörur og Hlaup.is.
Elísabet er að hljóta nafnbótina fimmta árið í röð en Arnar hlaut viðurkenninguna í annað skiptið. Kosið var á milli sex hlaupara í karlaflokki og sex hlaupara kvennaflokki eftir að lesendur hlaup.is sendu inn tilnefningar.
Karlar
- Arnar Pétursson
- Þorbergur Ingi Jónsson
- Hlynur Andrésson
- Jóhann Karlsson
- Ingvar Hjartarson
- Stefán Guðmundsson
Konur
- Elísabet Margeirsdóttir
- Rannveig Oddsdóttir
- Elín Edda Sigurðardóttir
- Anna Berglind Pálmadóttir
- Andrea Kolbeinsdóttir
- Anna Karen Jónsdóttir
Viðtöl við sigurvegara og frekara uppgjör frá verðlaunaafhendingunni mun birtast á hlaup.is á næstu dögum.
Hlauparöð FH og Bose götuhlaup ársins - Gullspretturinn utanvegahlaup ársins
Val á hlaupum ársins var einnig kunngjört á verðlaunaafhendingunni í dag. Hlauparöð FH og Bose er götuhlaup ársins og Gullspretturinn utanvegahlaup ársins. Í flokki götuhlaupa hafnaði Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks í öðru sæti og Icelandair hlaupið í því þriðja. Í flokki utanvegahlaupa hafnaði Snæfellsjökulshlaupið í öðru sæti og Laugavegshlaupið í þriðja.
Rétt eins og með valið á langhlaupurum ársins þá eru það lesendur hlaup.is sem velja hlaup ársins með einkunnagjöfum.
Götuhlaup
- Hlauparöð FH og Bose
- Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks
- Icelandair hlaupið
Utanvegahlaup
- Gullspretturinn
- Snæfellsjökulshlaupið
- Laugavegshlaupið
Útdráttarverðlaun
Dregið var úr nöfnum þeirra hlaupara sem gáfu hlaupum einkunn. Eftirfarandi einstaklingar hljóta útdráttarverðlaun:
- Guðrún Katrín Eiríksdóttir Inov 8 skór
- Gunnar Þorgeirsson Gjafabréf hlaupanámskeið hlaup.is
- Hulda Björk Guðmundsdóttir Gjafabréf hlaupanámskeið hlaup.is
- Sveinn Már ÁsgeirssonHlaupasokkar
- Guðmann Bragi Birgisson Squeezy gel
Einnig var dregið úr nöfnum þeirra sem kusu langhlaupara ársins:
- Einar Örn SigurjónssonInov 8 skór
- Emil Örvar Jónsson Gjafabréf hlaupanámskeið hlaup.is
- Gunnar V. Árnason Gjafabréf hlaupanámskeið hlaup.is
- Eva Ólafsdóttir Hlaupasokkar
- Elín Gísladóttir Squeezy gel