Arnar og Elísabet langhlauparar ársins 2018 - Hlauparöð FH og Bose og Gullspretturinn eru hlaup ársins 2018

birt 16. febrúar 2019

Arnar Pétursson og Elísabet Margeirsdóttir eru langhlauparar ársins 2018 mati hlaupara og lesenda hlaup.is. Verðlaunin voru afhent í tíunda skipti í dag, laugardaginn, 16. febrúar. Í öðru sæti höfnuðu Þorbergur Ingi Jónsson og Rannveig Oddsdóttir. Í þriðja sæti lentu Hlynur Andrésson og  Elín Edda Sigurðardóttir.

Hlaup.is þakkar stuðningsaðilum sem gáfu verðlaun, Íslandsbanka, SÍBS hlaupaverslunSportvörur og Hlaup.is.

Arnar Og Elísabet langhlauparar ársins 2018
Arnar og Elísabet.

Elísabet er að hljóta nafnbótina fimmta árið í röð en Arnar hlaut viðurkenninguna í annað skiptið. Kosið var á milli sex hlaupara í karlaflokki og sex hlaupara kvennaflokki eftir að lesendur hlaup.is sendu inn tilnefningar.

Karlar

  1. Arnar Pétursson
  2. Þorbergur Ingi Jónsson
  3. Hlynur Andrésson
  4. Jóhann Karlsson
  5. Ingvar Hjartarson
  6. Stefán Guðmundsson

Konur

  1. Elísabet Margeirsdóttir
  2. Rannveig Oddsdóttir
  3. Elín Edda Sigurðardóttir
  4. Anna Berglind Pálmadóttir
  5. Andrea Kolbeinsdóttir
  6. Anna Karen Jónsdóttir
Langhlauparar Ársins 2019
Frá vinstri: Fulltrúi Þorbergs Inga Jónssonar, móðir Ingvars Hjartarsonar, faðir Stefáns Guðmundssonar, Jóhann Karlsson, Arnar Pétursson, Elísabet Margeirsdóttir, Rannveig Oddsdóttir, Elín Edda Sigurðardóttir, Anna Berglind Pálmadóttir og Anna Keren Jónsdóttir.

Viðtöl við sigurvegara og frekara uppgjör frá verðlaunaafhendingunni mun birtast á hlaup.is á næstu dögum.

Hlauparöð FH og Bose götuhlaup ársins - Gullspretturinn utanvegahlaup ársins

Val á hlaupum ársins var einnig kunngjört á verðlaunaafhendingunni í dag. Hlauparöð FH og Bose er götuhlaup ársins og Gullspretturinn utanvegahlaup ársins. Í flokki götuhlaupa hafnaði Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks í öðru sæti og Icelandair hlaupið í því þriðja. Í flokki utanvegahlaupa hafnaði Snæfellsjökulshlaupið í öðru sæti og Laugavegshlaupið í þriðja.

Rétt eins og með valið á langhlaupurum ársins þá eru það lesendur hlaup.is sem velja hlaup ársins með einkunnagjöfum.

Götuhlaup 

  1. Hlauparöð FH og Bose
  2. Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks
  3. Icelandair hlaupið

Utanvegahlaup

  1. Gullspretturinn
  2. Snæfellsjökulshlaupið
  3. Laugavegshlaupið

Útdráttarverðlaun
Dregið var úr nöfnum þeirra hlaupara sem gáfu hlaupum einkunn. Eftirfarandi einstaklingar hljóta útdráttarverðlaun:

  • Guðrún Katrín Eiríksdóttir Inov 8 skór
  • Gunnar Þorgeirsson Gjafabréf hlaupanámskeið hlaup.is
  • Hulda Björk Guðmundsdóttir Gjafabréf hlaupanámskeið hlaup.is
  • Sveinn Már ÁsgeirssonHlaupasokkar
  • Guðmann Bragi Birgisson Squeezy gel

Einnig var dregið úr nöfnum þeirra sem kusu langhlaupara ársins:

  • Einar Örn SigurjónssonInov 8 skór
  • Emil Örvar Jónsson Gjafabréf hlaupanámskeið hlaup.is
  • Gunnar V. Árnason Gjafabréf hlaupanámskeið hlaup.is
  • Eva Ólafsdóttir Hlaupasokkar
  • Elín Gísladóttir Squeezy gel