Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í dag við fínar aðstæður. Hér að neðan má sjá upplýsingar um efstu sætin í hverri vegalengd. Heildarúrslit koma vonandi inn á hlaup.is í kvöld.
Maraþon
Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 er Arnar Pétursson.
- Arnar Pétursson, ISL, 2:28:17
- Patrik Eklund, SWE, 2:39:24
- Blake Jorgensen, USA, 2:41:58
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 er Íslandsmeistaramót í maraþoni og því er Arnar líka Íslandsmeistari í maraþoni. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu og nýtt persónulegt met hjá honum. Gamla metið átti Sigurður Pétur Sigmundsson. Ansi athyglisverður árangur hjá Arnari sem hingað til hefur einbeitt sér að styttri vegalengdum.
Í öðru sæti í Íslandsmeistaramótinu var Sigurjón Ernir Sturluson á tímanum 2.50:21 og í því þriðja Páll Ingi Jóhannesson á tímanum 2:57:00.
Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.
- Natasha Yaremczuk, CAN, 2:53:25
- Amanda Watters, USA, 3:07:10
- Laura Couvrette, CAN, 3:08:07
Tími Yaremczuk er 9. besti tími sem náðst hefur í maraþoni kvenna í sögu hlaupsins.
Fyrsta íslenska kona í mark og Íslandsmeistari í maraþoni 2017 var Ásta Kristín R. Parker en hún hljóp á tímanum 3:11:07. Í öðru sæti í Íslandsmeistaramóti kvenna var Anna Guðrún Gunnlaugsdóttir og í því þriðja Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir.
Hálfmaraþon
Í hálfu maraþoni komu þau Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir fyrst í mark.
- Hlynur Andrésson, ISL, 1:09:08
- James Finlayson, CAN, 1:09:18
- Christopher Mahone, USA, 1:15:21
Tími Hlyns er 3. besti tími sem Íslendingur hefur náð í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og persónulegt met hjá honum. Annar Íslendingur í mark var Geir Ómarsson og þriðji Þórólfur Ingi Þórsson.
- Elín Edda Sigurðardóttir, ISL,1:21:25
- Janna Mitsos, USA, 1:21:55
- Heather Mahoney, USA, 1:23:21
Tími Elínar Eddu er 9.besti tími sem náðst hefur í hálfu maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og 2.besti tími íslenskra kvenna í hlaupinu. Einnig persónulegt met hjá Elínu Eddu. Önnur íslensk kona í mark var Rannveig Oddsdóttir og þriðja var Íris Anna Skúladóttir.
10 km hlaup
Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu.
- Baldvin Þór Magnússon, ISL, 32:50
- Joel Aubeso, ESP, 33:06
- Lenas Mathis, FRA,33:08
Tími Baldvins er 11. besti tími sem Íslendingur hefur náð í 10 km hlaupi karla og lang besti tími sem Baldvin hefur hlaupið á hér á Íslandi. Annar íslenskur karl í mark var Sigurður Örn Ragnarsson og þriðji Ingvar Hjartarson.
- Nina Henriette J Lauwaert, BEL, 34:43
- Kate Hulls, GBR, 35:19
- Guðlaug Edda Hannesdóttir, ISL, 36:08
Tími Ninu er 2. besti tími sem náðst hefur í 10 km hlaupi kvenna. Önnur íslenska konan í mark var Arndís Ýr Hafþórsdóttir og þriðja Fríða Rún Þórðardóttir.