Arnar Péturs sigraði í maraþoni - sjáðu helstu úrslit í Reykjavíkurmaraþoninu

birt 19. ágúst 2017

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í dag við fínar aðstæður. Hér að neðan má sjá upplýsingar um efstu sætin í hverri vegalengd. Heildarúrslit koma vonandi inn á hlaup.is í kvöld.

Maraþon
Sig­ur­veg­ari í maraþoni karla í Reykja­vík­ur­m­araþoni Íslands­banka 2017 er Arn­ar Pét­urs­son.

  1. Arn­ar Pét­urs­son, ISL, 2:28:17
  2. Pat­rik Ek­lund, SWE, 2:39:24
  3. Bla­ke Jor­gensen, USA, 2:41:58

Reykja­vík­ur­m­araþon Íslands­banka 2017 er Íslands­meist­ara­mót í maraþoni og því er Arn­ar líka Íslands­meist­ari í maraþoni. Tími Arn­ars er besti tími sem Íslend­ing­ur hef­ur náð í maraþon­inu og nýtt per­sónu­legt met hjá hon­um. Gamla metið átti Sig­urður Pét­ur Sig­munds­son. Ansi athyglisverður árangur hjá Arnari sem hingað til hefur einbeitt sér að styttri vegalengdum.

Í öðru sæti í Íslands­meist­ara­mót­inu var Sig­ur­jón Ern­ir Sturlu­son á tím­an­um 2.50:21 og í því þriðja Páll Ingi Jó­hann­es­son á tím­an­um 2:57:00.

Natasha Yaremczuk frá Kan­ada sigraði í maraþoni kvenna í Reykja­vík­ur­m­araþoni Íslands­banka 2017.

  1. Natasha Yaremczuk, CAN, 2:53:25
  2. Am­anda Watters, USA, 3:07:10
  3. Laura Couvr­ette, CAN, 3:08:07

Tími Yaremczuk er 9. besti tími sem náðst hef­ur í maraþoni kvenna í sögu hlaups­ins.

Fyrsta ís­lenska kona í mark og Íslands­meist­ari í maraþoni 2017 var Ásta Krist­ín R. Par­ker en hún hljóp á tím­an­um 3:11:07. Í öðru sæti í Íslands­meist­ara­móti kvenna var Anna Guðrún Gunn­laugs­dótt­ir og í því þriðja Fjóla Dröfn Guðmunds­dótt­ir.

Hálfmaraþon 
Í hálfu maraþoni komu þau Hlyn­ur Andrés­son og Elín Edda Sig­urðardótt­ir fyrst í mark.

  1. Hlyn­ur Andrés­son, ISL, 1:09:08
  2. James Fin­lay­son, CAN, 1:09:18
  3. Christoph­er Maho­ne, USA, 1:15:21

Tími Hlyns er 3. besti tími sem Íslend­ing­ur hef­ur náð í hálfu maraþoni í Reykja­vík­ur­m­araþoni Íslands­banka og per­sónu­legt met hjá hon­um. Ann­ar Íslend­ing­ur í mark var Geir Ómars­son og þriðji Þórólf­ur Ingi Þórs­son.

  1. Elín Edda Sig­urðardótt­ir, ISL,1:21:25
  2. Janna Mit­sos, USA, 1:21:55
  3. Heather Maho­ney, USA, 1:23:21

Tími El­ín­ar Eddu er 9.besti tími sem náðst hef­ur í hálfu maraþoni kvenna í Reykja­vík­ur­m­araþoni Íslands­banka og 2.besti tími ís­lenskra kvenna í hlaup­inu. Einnig per­sónu­legt met hjá El­ínu Eddu. Önnur ís­lensk kona í mark var Rann­veig Odds­dótt­ir og þriðja var Íris Anna Skúla­dótt­ir.

10 km hlaup
Sig­ur­veg­ar­ar í 10 km hlaup­inu í Reykja­vík­ur­m­araþoni Íslands­banka eru þau Bald­vin Þór Magnús­son og Nina Henriette J Lauwaert frá Belg­íu.

  1. Bald­vin Þór Magnús­son, ISL, 32:50
  2. Joel Aubeso, ESP, 33:06
  3. Len­as Mat­his, FRA,33:08

Tími Bald­vins er 11. besti tími sem Íslend­ing­ur hef­ur náð í 10 km hlaupi karla og lang besti tími sem Bald­vin hef­ur hlaupið á hér á Íslandi. Ann­ar ís­lensk­ur karl í mark var Sig­urður Örn Ragn­ars­son og þriðji Ingvar Hjart­ar­son.

  1. Nina Henriette J Lauwaert, BEL, 34:43
  2. Kate Hulls, GBR, 35:19
  3. Guðlaug Edda Hann­es­dótt­ir, ISL, 36:08

Tími Ninu er 2. besti tími sem náðst hef­ur í 10 km hlaupi kvenna. Önnur ís­lenska kon­an í mark var Arn­dís Ýr Hafþórs­dótt­ir og þriðja Fríða Rún Þórðardótt­ir.