Arnar Pétursson úr ÍR hljóp sig hægt og rólega nær Íslandsmetinu í 10 km hlaupi en hann hafnaði í sjötta sæti í 10 km hlaupi í Leverkusen í Þýskalandi um síðustu helgi. Arnar hljóp á 31:05 sem er fjórði besti tími Íslendings í greininni. Ennþá er töluvert í land fyrir Arnar að ná Íslandsmeti Jóns Diðrikssonar sem er 30:11, þá á Kári Steinn Karlsson 30:18 og Sigurður P. Sigmundsson á 31:03.
Arnar bætti þar með sinn besta tíma í greininni um 50 sekúndur og er greinilega í feiknaformi. Því verður spennandi að fylgjast með þessum frábæra hlaupara á HM í hálfu maraþoni í lok mánaðarins.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Það er sjaldan lognmolla í kringum Arnar á hlaupabrautinni.