Arnar Pétursson er um þessar mundir í æfingabúðum í Kenýa þar sem hann leggur grunn að komandi verkefnum. Arnar rakst á ekki ómerkari mann en Eliud Kipchoge, heimsmethafa í maraþonhlaupi. Myndina hér að neðan birti Arnar á Instagram síðu sinni með textanum, „Átti fínt spjall við Ólympíumeistarann og Heimsmethafann í maraþoni, Eliud Kipchoge. "Maðurinn" hefur hlaupið maraþon á 2:01:39 í Berlín og 2:00:25 í Breaking2 verkefninu hjá Nike. Hann sagði, you run wild in Iceland and I run wild in Kenya."
Þarna koma svo sannarlega saman tvær goðsagnir úr hlaupaheiminum, ein goðsögn á heimsvísu, hin goðsögn í íslenska hlaupasamfélaginu. Kipchoge sló heimsmetið í maraþonhlaupi í síðasta Berlínarmaraþoni þegar hann hljóp á 2:01:39.
Fylgjast má með ævintýrum Arnar á Instagram undir Arnarpetur.