Arnar Pétursson sigraði í Dublin, Ívar Trausti annar

birt 12. desember 2017

Arnar og Ívar Trausti hressi að hlaupi loknu.Arnar Pétursson úr ÍR sigraði í 5 km götuhlaupi í Dublin á Írlandi um helgina. Arnar hljóp sitt hraðasta 5 km hlaup til þessa á tímanum 15:18 mínútum sem er bæting upp á tvær sekúndur. Þetta er annar besti tími Íslendings í 5 km hlaupi frá upphafi í vegalengdinni en aðeins Kári Steinn Karlsson á betri tíma eða 14:47 í Víðavangshlaupi ÍR árið 2012.Arnar er því greinilega enn í feiknaformi eftir að hafa allt að því sópað upp íslenska hlaupaárinu sem nú er að líða. Ívar Trausti Jósafatsson  keppti einnig í sama hlaupi og hafnaði í öðru sæti í sínum aldursflokki, 56-59 ára, á tímanum 17:22 mínútum sem er Íslandsmet í aldursflokknum. Svo sannarlega gjöful aðventuferð til Dublin hjá þeim kumpánum. Úrslit í hlaupinu má finna hér.