Arnar Pétursson er tilnefndur sem langhlaupari ársins 2017 á hlaup.is. Í níunda skiptið stendur hlaup.is fyrir vali á langhlaupara ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. Þá er einkum verið að horfa til afreka í götu- og utanvegahlaupum eða annarri keppni í langhlaupum. Afrek er afstætt, getur verið góður tími miðað við aldur, óvenjulegt verkefni, þrautseigja og kjarkur eða hvaðeina sem hægt er að meta til viðurkenningar.
Arnar Pétursson (26 ára) sigraði í tugum almenningshlaupa á árinu og safnaði að sér fjölmörgum Íslandsmeistaratitlum, allt frá 3.000 m brautarhlaupi innanhúss og til maraþons. Sýndi þar með að hann getur tekist á við ólíkar vegalengdir með góðum árangri. Hæst bar sigur hans í RM þar sem hann hljóp á 2:28:17 og bætti fyrri árangur sinn um 3 mín. Tími Arnars var jafnframt bæting á besta tíma Íslendings í RM en það met hafði staðið í 33 ár. Hann sigraði einnig Powerade vetrarhlaupaseríuna og sumarhlaupaseríuna á árinu.
Hægt verður að kjósa til kl. 24 fimmtudaginn 18. janúar 2018. Verðlaunaafhending verður sunnudaginn 21. janúar og tilkynnt verður um niðurstöðu kosningar í kjölfarið á því hér á hlaup.is.
Allir sem kjósa fara í pott og geta unnið hlaupaskó.
Smellið hér til að kjósa langhlaupara ársins (athugið að gefa besta hlaupara 6 stig og svo koll af kolli)
Munið að taka þátt í að velja götuhlaup ársins og utanvegahlaup ársins með því að smella hér og gefa einkunn.
Sjá upplýsingar um alla hlaupara sem koma til greina í valinu.