Arndís bætti sig á danska meistaramótinu

birt 09. mars 2014
Arndís Ýr Hafþórsdóttir, langhlaupari úr Fjölni lenti í sjöunda sæti í danska meistaramótinu í 10 km hlaupi sem fram fór í Kaupmannahöfn í dag. Arndís hljóp á 36:06 sem er jafn fram bæting á hennar besta tíma um sex sekúndur.Eins og nærri má geta er Arndís í skýjunum árangurinn og á Fésbókarsíðu sinni segir hún að mótið sé það sterkasta sem hún hafi nokkurn tíma tekið þátt í.  Arndís virðist því í geysilega góðu formi  fyrir heimsmeistaramótið í hálfu maraþoni sem fram fer í Kaupamannahöfn í núna í lok mars. Undirbúningur Arndísar fyrir mótið stendur nú sem hæst en hún er hluti af fríðum hópi íslenskra keppenda sem tekur þátt í HM að þessu sinni. Meðal keppenda verða langhlauparar ársins á hlaup.is, þau Kári Steinn Karlsson og Helen Ólafsdóttir.