Asics ræður ennþá ríkjum meðal lesenda hlaup.is

birt 18. nóvember 2015
Enn og aftur klæðast flestir lesendur hlaup.is Asics skóm í Reykjavíkurmaraþoninu eða 31% lesenda. Á hverju ári síðan mælingar hófust árið 2005 hefur Asics verið vinsælasta skótegundin meðal lesenda hlaup.is.Hins vegar dregur töluvert úr vinsældum Asics milli , ára en í ár notuðu 31% lesenda skóna í Reykjavíkurmaraþoninu, samanborið við 40% í fyrra og 47-53% árin 2005-2011. Því er um miklar sveiflur á milli ára að ræða. Brooks skórnir standa í stað sem næstvinsælustu skórnir með nákvæmlega sama hlutfall og í fyrra eða 17%.Nike á alltaf sína föstu aðdáendur en 12% lesenda notuðu skó frá þeim í Reykjavíkurmaraþoninu 2014. Það er fækkun um 3% frá því í fyrra en þó á svipuðu róli og hlutfallið hefur verið allt frá 2005.Hástökkvarar ársins eru skór Adidas og Saucony sem lesendur virðast taka töluvert betur í ár en 2013. 9% lesenda notuðu Adidas skó árið 2014 miðað við 6% árið áður. 10% lesenda notuðu Saucony skó samanborið við 4% árið 2013.Eins og áður segir hefur hlaup.is gert kannanir á skóbúnaði þátttakenda í Rekjavíkurmaraþoni hvers árs síðan 2005. Niðurstöðurnar ásamt niðurstöðum annarra kannanna má finna hér.