Átta Íslendingar tóku þátt í HK100, 100 km fjallahlaupi í Hong Kong um síðustu helgi. Fimm Íslendinganna kláruðu hlaupið sem var ekki aðeins 100 km langt heldur með 5.400m hækkun. Þess má geta að 3747 hlauparar lögðu af stað í upphafi hlaupsins. Sannarlega afrek hjá stórkostlegum fulltrúum lands og þjóðar á fjarlægum slóðum.
NafnTímiSæti/ heildSæti/ flokkiHalldóra Gyða Matthíasdóttir 18.43:5627153Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir19:18:0130860Sigurður Hrafn Kiernan19:25:24322260Rúna Rut Ragnarsdóttir22:23:26569109Þorsteinn Tryggvi Másson23:42:37762600Viggó IngasonHætti eftir 78 km00Guðmundur Smári ÓlafssonHætti eftir 51 km 00Viktor VigfússonHætti eftir 51 km00
Hér að neðan má sjá myndband af Facebooksíðu hlaupsins sem gefur góða innsýn inn í þá þrekraun sem þátttakendur stóðu frammi fyrir.
Heimild: Facebooksíða utanvegahlaupara á Íslandi og opinber heimasíða hlaupsins.