Auglýst eftir áhugasömum keppendum fyrir HM í hálfmaraþoni

uppfært 25. ágúst 2020

Frjálsíþróttasamband Íslands hyggst senda keppendur á heimsmeistaramótið í hálfu maraþoni sem fer fram í Gdynia í Póllandi þann 29.mars 2020.  Áhugasamir hlauparar eru beðnir um að tilkynna um áhuga sinn fyrir 30.nóvember með tölvupósti á langhlaupanefnd@fri.is

Langhlaupanefnd FRÍ bendir á leiðbeiningar og viðmið um val á keppendum sem finna má í hlekk hér að neðan.

Keppikefli fyrir öfluga hlaupara

Það er ljóst að við Íslendingar eigum fullt af metnaðarfullum hlaupurum sem ættu erindi á HM í hálfu maraþoni. Að taka þátt í móti sem þessu styrkir okkar fremstu hlaupara og hvetur þá til góðra verka eins og dæmin sýna. Árið 2018 tóku þrír íslenskir hlauparar þátt í HM í hálfu maraþoni í Valencia.

Þetta voru þau Andrea Kolbeinsdóttir, Elín Edda Sigurðardóttir og Arnar Pétursson. Í kjölfarið hafa þau öll verið í mikilli framför og unnið gríðarlega hart að því að bæta sig sem hlauparar í fremstu röð.

Leiðbeiningar og viðmið um val á keppendum í landslið á vegum FRÍ.

Heimasíða HM í Gdynia.