Bætti níu ára gamalt heimsmet í 10 km hlaupi

uppfært 25. ágúst 2020

Joshua Cheptegei frá Úganda setti heimsemt í 10 km hlaupi Valencia á sunnudag. Úgandabúinn hljóp á 26:38 og bætti fyrra met frá 2010 um sex sekúndur. Þess má geta að þessi 23 ára hlaupari hefur einnig unnið heimsmeistaratitil í víðavangshlaupi og 10.000m hlaupi á árinu. Enginn uppskerubrestur á þeim bænum.

Langt í land fyrir Íslendinga
Til samanburðar má geta þess að Íslandsmetið í 10 km hlaupi sem sett var í mars og er í eigu Hlyns Andréssonar er 29:49.

Cheptegei Minni
Joshua Cheptegei frá Úganda.