Birkir Árnason klárar 86 km fjallahlaup

birt 25. ágúst 2007

Kl. 7 í morgun að frönskum tíma kom Birkir Árnason (sjá meðfylgjandi mynd) í mark í Chamonix í Frakklandi og hafði þar með lokið 86 kílómetra fjallahlaupi sem liggur hálfan hring í kringum Mont-Blanc á tímanum 18:32. Birkir hafnaði í sæti 571 af ríflega 1600 þátttakendum sem verður að teljast ótrúlegur árangur hjá manni sem hefur nánast engan langhlaupaferil að baki.

Félagar Birkis, þeir Börkur Árnason og Höskuldur Kristvinsson eru enn á hlaupum en þeir eru að fara heilan hring eða 163 kílómetra.

Fylgst er með ferðum þeirra félaga á : http://malbein.net/blog/