uppfært 25. ágúst 2020

Bleika hlaupið sem er orðinn fastur viðburður hjá Hlaupahópi FH fer fram laugardaginn 5. október kl. 9. Hlaupið verður frá Kaplakrika í Hafnarfirði.

Allir hjartanlega velkomnir með.FH-ingar hafa á hverju ári efnt til Bleika hlaupsins til að styrkja gott málefni tengt krabbameini. Þriðji hver einstaklingur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og afar mikilvægt er að þeir og aðstandendur þeirra geti gengið að áreiðanlegri ráðgjöf og stuðningi í veikindunum og í kjölfar þeirra.

Bleikahlaupið
Bleiki liturinn verður ráðandi á laugardaginn.

Mæting er kl. 9 í Kaplakrika (við aðal inngang bílastæðamegin) og þemað er auðvitað bleikt.

Boðið verður upp á nokkrar vegalengdir, bæði hlaupa- og gönguleiðir.Framlög til söfnunarinnar eru frjáls, baukar verða á staðnum en einnig er hægt að leggja inn á reikning 0327-26-9036, kt. 681189-1229 og setja KRABB í skýringu. Félagar í hlaupahópnum bjóða eins og vanalega upp á glæsilegar veitingar að hlaupi loknu.

Endilega deilið þessum viðburð með þeim sem hafa gaman af því að hlaupa í góðum félagsskapi.
Þetta verður góð byrjun á góðum degi. Viðburðurinn á Facebook.