birt 19. júní 2006

Blóðbankahlaupið var haldið miðvikudaginn 14. júní.  Hlaupin var 3 km löng leið um Laugardalinn. Fyrstu sex hlaupararnir voru þau:

12:10  Ásmundur Ingi Ólafsson
12:24  Gunnar Örn Ármansson
12:42  Andri Þór Jónsson
12:45  Gunnar Snorri Þorvarðarson
13:10  Hildur Edda Grétarsdóttir
13:18  Ólafur Hrafndal Ólafsson

Rúmlega 70 manns tóku þátt hlaupinu. Hlaupið, sem er haldið í tilefni af Alþjóðlega blóðgjafardeginum, fór fram í annað sinn. Markmiðið með hlaupinu er að vekja athygli á Alþjóða blóðgjafardeginum (World Blood Donor Day). Sá dagur er sameiginlegt verkefni Alþjóða Heilbrigðisstofnunarinnar (WHO), Alþjóða Rauða krossins, Alþjóðasamtaka blóðgjafarfélaga og Alþjóðasamtaka blóðgjafar (International Society of Blood Transfusion).

Sjá myndir frá hlaupinu á vef Blóðbankans.