Á Gamlársdag verður Gamlárshlaupið þreytt í 36. sinn en að þessu sinni á nýrri hlaupaleið til að tryggja öruggi hlauparanna var. Nýja hlaupaleiðin liggur um Sæbraut, Vatnagarða og Klettagarða. Nyrðri akbraut Sæbrautarinnar verður lokað fyrir umferð meðan á hlaupinu stendur.
Skráningin á staðnum fer nú fram í Hörpunni og þar er einnig rásmarkið og endamarkið. Þar verður öll umgjörð hlaupsins og aðstaða mun betri en í og við Ráðhúsið áður.
Í ár verður notast við flögur til að mæla tíma keppenda. Skráning í hlaupið er væntanleg hér á hlaup.is.
Skoða Gamlárshlaup ÍR - Ný leið 2011 á stærra korti