Ákveðið hefur verið að breyta forminu sem er á Umræðum hér á hlaup.is. Í samræmi við uppsetningu á gamla hlaup.is, voru búnir til flokkar þar sem hægt var að leggja inn texta eða spurningu um viðkomandi flokk, en það virðist ekki hafa hentað miðað við þá virkni sem núverandi kerfi býður upp á. Virknin á Umræðusvæðinu (Spjallþræðir) á nýja hlaup.is virðist hafa kallað fram mikla ritstíflu, því í stað oft fjörugra umræðna hefur Umræðusvæðið verið frekar dauft frá því að hlaup.is breytti um útlit árið 2004.
Það hefur því verið ákveðið að endurskíra "Spjallþræðir" yfir í "Umræður" halda einum þræði á Umræðusvæðinu sem allir geta notað fyrir hvaðeina sem þeim dettur í hug. Umræðurnar eru þá ekkert sérstaklega flokkaðar umfram það nafn sem hverjum þræði er gefið af þeim sem stofnar til hans. Sá þráður sem látinn er halda sér, hét "Úti að hlaupa - Ýmislegt" en er nú endurskírður "Allar umræður", en það er sá þráður sem allir virtust vilja nota.
Með von um að þetta einfaldi notkunina á Umræðusvæðinu og verði til þess að hlauparar noti það í meira mæli en hingað til.