birt 02. mars 2006

Elsti LANGHLAUPA-klúbbur landsins, ÖL- hópurinn, hefur haft þann hátt á, svo lengi sem elstu menn og konur muna, að hlaupa á sunnudagsmorgnum frá fjórum mismunandi sundlaugum á Stór-Reykjavíkursvæðinu í samræmi við tímaáætlun sem birt er á vefsíðu klúbbsins.  Á undanförnum árum hafa viðkomandi laugar verið Vesturbæjarlaugin, Suðurbæjarlaugin í Hafnarfirði, Árbæjarlaugin og Grafarvogslaugin.  Nú hefur verið ákveðið að breyta til þannig að  í stað þess að fara frá Suðurbæjarlauginni í Hafnarfirði verður hlaupið frá Sundlaug Kópavogs, v/Borgarholtsbraut frá og með 12. mars, 2006.

Frá þessu er jafnframt greint á vefsíðu ÖL-hópsins http://www.raunvis.hi.is/~agust/olhopur.html og á vefsíðu "Félags 100 km hlaupara á Íslandi" http://www.hi.is/~agust/hlaup/100km/100kmIsl.htm.