Skokkarar á fleygiferð í Brúarhlaupi 2013. Brúarhlaup Selfoss mun fara fram laugardaginn 9. ágúst í ár, 2014. Hingað til hefur hlaupið farið fram fyrsta laugardag í september. Það er frjálsíþróttadeild UMF.Selfoss, eigandi og framkvæmdaraðili Brúarhlaups Selfoss sem tekur þess ákvörðun.Í ár verður hlaupið því sama dag og bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, ásamt því að Olís mótið er sömu helgi. Einnig er verið að vinna í því að í ár verði teknar í gagnið nýjar hlaupaleiðir sem reynt verður að hafa sem mest innanbæjar á Selfossi. Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil uppbygging á göngustígakerfi Selfossbæjar og býður það uppá betri möguleika á hlaupaleiðum innanbæjar en áður.
Fleiri breytingar og nýjungar tengdar hlaupinu eru einnig til skoðunar. Er það von framkvæmdaaðila hlaupsins að þessar breytingar verði til þess að auka enn frekar áhuga og þátttöku í Brúarhlaupi Selfoss og skapa enn frekari stemmingu bæjarbúa fyrir þátttöku og stuðningi við hlaupið.