Brúarhlaupið í Danmörku í síðasta sinn

birt 04. febrúar 2006

Brúarhlaupið í Danmörku verður haldið í síðasta sinn þann 17. júní 2006. Hlaupið er 1/2 maraþon frá lítilli eyju rétt fyrir utan Kastrup flugvöll og yfir Eyrarsundsbrúna sem liggur frá Kaupmannahöfn og yfir til Malmö í Svíþjóð. Vegalengdin frá eyjunni og yfir til Svíþjóðar er um 10 km og restin af leiðinni, 11 km eru hlaupnir í Malmö.

Margir muna eflaust eftir fyrsta Brúarhlaupinu, en það var haldið árið 2000 um það leyti sem Eyrarsundsbrúin var opnuð. Samtals hlupu þá milli 80 og 90 þúsund manns og þar af 132 Íslendingar. Hægt er að sjá úrslitin og umfjöllun um það hlaup hér á hlaup.is.

Nokkrir Íslendingar sem tóku þátt í fyrsta hlaupinu ætla að endurtaka leikinn og vera með í ár. Fyrir þá sem ekki hafa tekið þátt í þessu hlaupi áður er hér síðasta tækifærið til að geta sagst hafa hlaupið milli Danmerkur og Svíþjóðar.

Hægt er að fá nánari upplýsingar á heimasíðu hlaupsins.