Brúarhlaup Selfoss sem fram fer þann 9. ágúst næstkomandi verður haldið með breyttu sniði í ár. Vegalengdum hefur verið fækkað, dagsetningu breytt og hlaupaleiðr færðar inn í bæinn. Breytingarnar eru gerðar í ljósi reynslu síðustu ára en keppendum hefur fækkað, bæði heildarfjölda og fjölda þátttakenda á einstökum vegalengdum.
Eins og áður segir hafa hlaupaleiðir verið færðar inn í bæinn og inn á göngustíga bæjarins en allir þátttakendur koma í mark í miðbæjargarði Selfoss. Hlaupavegalengdir eru 10 km, 5 km og 2,8 km. Einnig fer fram keppni í 5 km hjólreiðum. Hlauparar í 10 km verða ræstir á Ölfusárbrú kl. 11.30, hlauparar í 5 km hlaupi kl. 11.45 og 5 km hjólreiðum kl. 11.00, verða ræstir undir/við Ölfusárbrú og keppendur í 2,8 km skemmtiskokki verða ræstir í miðbæjargarði Selfoss kl. 11.45.
Allir keppendur fá frítt í sunda eftir hlaup, í boði Sveitarfélagsins Árborgar, gegn framvísun keppnisnúmers.
Skráning fer fram á hlaup.is og hefst innan tíðar. Nánari upplýsingar má sjá í dagbókarfærslu á hlaup.is