Búast við 14-15 þúsund í Reykjavíkurmaraþoni

birt 16. ágúst 2018

Kraftmiklir hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni.Búist er við 14-15 þúsund þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fer í 35. skipti um helgina. Það er svipaður fjöldi og tekið hefur þátt undanfarin ár.Fulltrúar Hlaup.is verða að sjálfsögðu á staðnum um helgina, taka myndir, myndbönd og fanga stemminguna. Þá munu úrslit og myndir birtast á hlaup.is eins fljótt og auðið er að hlaupi loknu.Um sex þúsund í 10 km hlaupinuFlestir munu þ6 þreyta 10 km hlaupið eða um sex þúsund manns, um þrjú þúsund hálfmaraþon og um 1.500 munu hlaupa maraþon. Þá er vert að minna á hóflegri vegalengdirnar, 3 km skemmtiskokk og 600m hlaupið sem er sniðið að yngri kynslóðinni.Þegar hafa um 3.500 útlendingar skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið sem setur skemmtilegan alþjóðlegan blæ á viðburðinn.

Elsti skráði keppandinn í ár er fæddur 1926, eða 92 ára gamall. Sá yngsti er fæddur 2017 og mun væntanlega fara sína leið í kerru og hafa jafngaman af og allir hinir.

82 milljónir hafa safnast
4.500 hlauparar hafa skráð sig á hlaupastyrkur.is, þar sem þeir safna áheitum fyrir hin ýmsu góðgerðarfélög. Söfnunin stendur nú í 82 milljónum króna. Hlaup.is hvetur alla hlaupara bæði til að hlaupa til styrktar sínu góðgerðarfélagi og til að heita á aðra hlaupara. Allar nánari upplýsingar um áheitasöfnun má finna á hlaupastyrkur.is.

Hægt verður að ganga frá skráningu á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþonsins sem fram fer í Laugardalshöll í dag, fimmutdag milli 15-20 og föstudag á milli 14-19.

Á hátíðinni fá allir þátttakendur afhend hlaupagögn og þar verður stórsýning með hlaupatengdri fræðslu, áhugaverðum fyrirlestrum auk þess sem hlaupatengdar vörur verða til sölu. Nánari upplýsingar um fyrirlestrana má finna í frétt hlaup.is.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins.

Heimild: mbl.is og heimasíða Reykjavíkurmaraþonsins.